news

Vorhreinsun

11. 05. 2020

í síðustu viku tóku börnin á Bæjarbóli þátt í hreinsunarátaki í Garðabæ. Hver deild tók fyrir ákveðið svæði til að hreinsa, í kringum leikskólann, kringum skólagarða og leiksvæðið þar og flötin á bak við leikskólann.

Að sjálfsögðu voru ekki notaðir plastpokar til að safna saman ruslinu heldur fötur sem voru svo losaðar í ruslagáminn. Börnin voru mjög dugleg og vinnusöm við verkið.

© 2016 - 2021 Karellen