news

Vel heppnuð öskudagsgleði

26. 02. 2020

Öskudagsgleðin á Bæjarbóli var ákaflega vel heppnuð. Börn og starfsfólk mættu í búningum í tilefni dagsins og voru heldur skrautleg á að líta. Dagný danskennari sá um að dans og gleði í salnum, fyrst fyrir Hraunholt og Hnoðraholt saman og svo fyrir Móholt og Nónholt. Þar voru nokkrir kunnugleg danslög frá því í danskennslunni í fyrra spiluð og rifjuð upp sporin.

Að dansleik loknum var sagan um Rauðhettu leikin og lesin og sáu nokkrir starfsmenn um það. Rósa lék sjálfa Rauðhettu, Kristín ömmuna, Sigurlína úlfinn, Sigrún Alda mömmu Rauðhettu og Þóranna veiðimanninn. Sögumaður var Gunnhildur.

að leikriti loknu var kötturinn sleginn úr tunnunni og fengu öll börnin að spreyta sig við að slá. kassinn var greinilega rammgirtur því að starfsfólk þurfti aðeins að hjálpa til við að losa um hann í lokin. Í kassanum voru snakkpokar fyrir hvern og einn.

í hádegismatinn var pizza með sætkartöflufrönskum.

Heldur betur kátt i bæ, gleði og gaman.

© 2016 - 2020 Karellen