news

Útivist, hreyfing og heilbrigði

15. 01. 2021

Á Bæjarbóli er lögð áhersla á að börnunum líði vel, þau búi við öryggi og vellíðan. Leitast er við að bjóða upp á hollan og góðan mat í samræmi við viðmið heilsustefnunnar og matseðla frá þeim. Einnig eru farið eftir viðmiðum frá landlæknisembættinu og unnið eftir handbók fyrir leikskólaeldhús. Börnin taka þátt í undirbúningi matmálstíma, aðstoða við að leggja á borð og sækja matinn í eldhúsið þegar þau eru í hlutverki borðþjóns.

þessa vikuna var í gangi könnun á viðhorfum barna til matarins sem í boði var alla daga vikunnar og kom í ljós að langflest börnin eru ánægð með matinn og finnst hann góður. Á næstunni munu eldri börn leikskólans ræða við matráð í litlum hópum, spjalla um hvað þau vilja fá að borða og kynnast matráðnum betur.

Hreyfing og útivist skipar stóran þátt í starfinu. Börnin fara út á hverjum degi og leika sér á nokkuð stóru leiksvæði leikskólans. Útiveran gerir börnum gott, þar er nægt rými til að hlaupa, klifra, hoppa, róla, renna og hvað eina sem þau velja sér í frjálsum leik. Ferskt loft og hreyfing sem er holl og góð en skv. viðmiðum frá landlækni ættu öll börn að hreyfa sig að minnsta kosti 60 mínútur á dag og hreyfingin að vera bæði miðlungserfið og erfið. Einu sinni í viku fara börnin í vettvangsferðir, þar sem gengið er rösklega um nærumhverfi leikskólans og jafnvel stoppað á skemmtilegum leiksvæðum.

Í hverri viku eru markvissar hreyfistundir í salnum undir stjórn Kötlu íþróttafræðings. Elstu börnin fara í Ásgarð í fimleikasalinn og njóta alls þess búnaðar sem þar er í boði.

Í leikskólanum er skapaður góður grunnur fyrir heilbrigða lífshætti og nánari upplýsingar um heilsustefnuna er að finna hér.

© 2016 - 2021 Karellen