news

Sumarstarfsfólk og sólardagar

13. 06. 2019

Mikið er gaman að fá yndislega sólardaga í leikskólanum og njóta þess að vera úti. Margt hefur verið sýslað undanfarna daga og á þriðjudaginn voru heimsóknardagar þar sem börnin heimsóttu deildar sem þau fara á eftir sumarfrí, hittu starfsfólk og fengu að leika sér. Mikil ánægja var með þessar heimsóknir og verða þær endurteknar í næstu viku.

Nú er komið trampólín á íþróttavöllinn við Hofstaðaskóla og heldur betur gaman fyrir Bæjarbólsbörnin að fara að skoppa og hoppa þar. Nokkuð hefur verið um gönguferðir undanfarið og fóru börnin á Hnoðraholti meðal annars í fjöruna og nutu þess að týna skeljar og leika sér í fjörunni.

Hjóladagur var í gær og í dag og mikið hjólað á bílastæði leikskólans, gleði og gaman.

Nú er sumarstarfsfólkið að undirbúa ræktun í skólagörðum og það styttist í að settar verði niður kartöflur og grænmeti. Börnin fara svo reglulega yfir sumarið í garðinn að sinna ræktunarstörfum, vökva og reyta arfa. Vonandi verður svo gómsæt uppskera í lok sumars.

á myndinni hér að neðan má sjá sumarstarfsfólk Bæjarbóls en fyrir utan þessa starfsmenn koma Fanney, Anna Lovísa og Ásrún frá vinnuskólanum til okkar.


© 2016 - 2020 Karellen