news

Opnir dagar á Bæjarbóli

17. 02. 2020

Í tengslum við Dag leikskólans í byrjun febrúar voru haldnir opnir dagar á Móholti, Nónholti og Hnoðraholti. Á opnum dögum voru foreldrar hvattir til að staldra við í leikskóla barna sinna, allt eftir því hvaða tími hentaði hverjum og einum. Ágætis mæting var í opnu dagana og foreldrar fengu innsýn inn í leik og störf barna sinna í heimsókninni. Dæmi voru um að foreldrar mættu í skipulagðar stundir eins og t.d. í hreyfistundir eða samverustundir. Aðrir stöldruðu við í upphafi eða lok dags og tóku í spil eða léku sér með börnum sínum.

© 2016 - 2020 Karellen