Haustið

10. 10. 2018

Á haustin er mikið að gerast í náttúrunni, laufin á trjánum skipta um lit, fölna og falla. Börnin eru öll búin að fara í vettvangsferðir undanfarið þar sem margt áhugavert ber fyrir augu. Búið er að vinna úr náttúrulega efni í myndlist, til dæmis laufblöð og köngla sem komu með úr gönguferðum, ásamt því að spjalla um breytingarnar í náttúrunni, breytingar á veðrið og hvernig við þurfum að klæða okkur þegar það kólnar. Þóranna sér um söngsal og hún var með skemmtilegt lag um haustið sem við sungum öll saman. Textinn hljómar svona:

Haustkoma

Lag og texti: Ólafur B. Ólafsson

Haustið, haustið komið er. Xxx (3 sinnum klapp)

Haustið, haustið komið er. xxx (3 sinnum klapp)

Haustið, haustið komið er. xxx (3 sinnum klapp)

Haustið komið er.

-og þá falla blöðin af trjánum.

-og þá falla blöðin af trjánum.

-og þá falla blöðin af trjánum.

Haustið komið er.

Hér má sjá sýnishorn af listaverkum barnanna þetta haustið:

Nóg um að vera á haustin : )

© 2016 - 2019 Karellen