news

Fréttabréf fyrir nóvembermánuð

06. 11. 2018

Vetrarstarfið er nú í fullum gangi, hópastarf, vettvangsferðir, hreyfistundir, söngur og málörvun ásamt frjálsum leik. Alltaf nóg að gera. Öll börn eru búin að vinna með haustið og breytingarnar á náttúrunni og gera haustmynd með föllnum laufblöðum. Kynningarfundirnir að morgni gengu vel og gaman væri að heyra frá foreldrum hvernig þeim hugnast það fyrirkomulag. ½ skipulagsdagur fellur niður hjá okkur í nóvember þar sem við höfum fært hann fram í maí vegna námsferðar starfsmanna. Við minnum á að ávallt er hægt að biðja um foreldrasamtöl við deildarstjóra ef þurfa þykir.

Elísabet leikskólakennari kvaddi okkur um mánaðarmótin eftir langan starfsferil á Bæjarbóli og hún sendir kærar kveðjur til allra foreldra með þökk fyrir samstarfið. Lísa María er nýr starfsmaður á Hraunholti og Emiliya er nýr starfsmaður í 50% afleysingastöðu.

Við þökkum fyrir jákvæðar undirtektir á kvennafrídeginum þar sem margir foreldrar léttu undir með okkur með því að sækja börnin snemma þann dag.

Ef þið foreldrar eigið eitthvað heimavið sem þið haldið að gæti nýst okkur í föndurverkefni þá erum við alltaf til í slíkt. Við viljum nýta verðlaust efni í sköpun eins og við getum. Ennþá er pláss fyrir áhugasama foreldra að bætast í foreldrafélag og foreldraráð, hafið það endilega í huga. Eftirfarandi er á döfinni í nóvember og um að gera að setja mikilvæga viðburði í dagatalið svo enginn gleymi til dæmis leikfangadegi eða náttfataballi:

Föstudagur 2. nóv. Flæði

Fimmtud.8.nóv.Baráttudagur gegn einelti – Vinastundir og vinna

með Blæ bangsa á öllum deildum.

Föstudagur 9. nóv. Söngsalur, börnin koma saman á sal syngja saman.

Föstud.16.nóv.Dagur íslenskrar tungu- afmæli leikskólans og

náttfatadagur - mætum í náttfötum og einnig má koma með bangsa með sér. Leikskólinn er 42 ára og mikið að gerast á þessum degi. Syngjum saman í salnum og gerum okkur glaðan dag.

Þriðjud. 20. nóv.Dagur mannréttinda barna.

Föstud. 23.nóv.Söngsalur. Birgitta Haukdal les fyrir

Móholt og Nónholtsbörn

Miðvikud.28. nóv.Piparkökubakstur á deildum.

Föstud. 30. nóv. Leikfangadagur og fyrsta

aðventustundin í salnum.

© 2016 - 2020 Karellen