news

Flæði

10. 01. 2020

í dag var flæði á milli kl. 9 og 10. Það er gaman að sjá hvað börnin njóta sín vel orðið í flæðinu. Þau fara á milli deilda, leika sér þvert á aldur, eldri börnin passa upp á þau yngri t.d. leiða á göngunum, systkini hittast og það eru fjölbreytt leikefni í boði á hverri deild fyrir sig. Flæðið er jafnframt góð leið fyrir börnin til að kynnast öllum skólanum, átta sig á að við erum ein heild, kynnast starfsfólkinu og hitta börn utan sinna deilda.

í dag var meðal annars boðið upp á að vatnslita, leika með leir, leika sér með skuggamyndir og byggingaleikir. Einnig var verið að teikna og verðlaust efni sem er vanalega í könnunarleik í boði á Hraunholti. Virkilega skemmtilegt flæði og þegar því lauk fóru flestir út í snjóinn að leika sér sem var eins gott því að eftir hádegi fór að blása og rigna.

© 2016 - 2020 Karellen