news

Vikupóstur 8. febrúar

08. 02. 2019

Kæru foreldrar á Hnoðraholti

Síðustu tvær vikur hafa veikindi heldur betur herjað á Hnoðraholtið og voru 14 börn af 20 til dæmis fjarverandi fyrir síðust helgi. Nú eru sem betur fer flestir að hressast en að minnsta kosti eitt barn var greint með influensu. Við skulum vona að þessi veikindahrina sé nú gengin yfir.

Í dag kom Fríða tannlæknir í heimsókn en hún er mamma hennar Petru og var með fræðslu um tannheilsu í salnum. Hún sýndi börnunum meðal annars myndband og fór yfir hvað er gert hjá tannlækninum. Mjög fræðandi og skemmtilegt.

Við þökkum fyrir þátttöku í ömmu og afakaffinu. Það var mjög ánægjulegt að sjá svona marga heimsækja leikskólann og kynnast starfseminni.

Um mánaðarmótin byrjaði ný stúlka á deildinni, hún Katharina og bjóðum við hana velkomna í hópinn.

Í vikunni eru börnin búin að vera að æfa lagið í leikskóla er gaman.

Helen er farin að vinna með lærum og leikum með hljóðin appið í ipadinum.

Í næstu viku, þann 14. Febrúar kl. 14:00 verður leikhópurinn Vinir með sýninguna Karíus og Baktus í salnum í boði foreldrafélagsins.

Við minnum alla á að taka öll útifötin með heim í dag og góða helgi.

© 2016 - 2020 Karellen