news

Vikupóstur 22. mars

22. 03. 2019

Í morgun var fyrsti söngfundur eftir langt hlé. Börnin sungu Dvel ég í draumahöll og stóðu þau sig mjög vel.

Á mánudaginn nýttum við góða veðrið og fórum í mjög langan göngutúr í nágrenni okkar þar sem við athuguðum hvort að við fyndum eitthvað sniðugt. Við fórum yfir litla brú, kíktum ofaní og reyndum að sjá einhverja fiska. Einnig spjölluðum við um hvort að við gætum séð eitthvað tröll, svipað ogþví sem er bókunum um geiturnar 3.

Vetur konungur virðist ætla að staldra við hjá okkur í dálítinn tíma í viðbót og er því enn veður til að hafa með sér kuldagalla, hlýja peysu og vettlinga.

Við erum búin að hengja upp skráningarblað fyrir foreldraviðtal, en það hangir fyrir framan deildina.

Við minnum á að skila inn sumarleyfis óskum.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Fyrir hönd Hnoðraholts

Helen Long

Leikskólakennari, Bæjarból

© 2016 - 2020 Karellen