news

Vikupóstur 18. janúar

18. 01. 2019

Nú er vika síðan að María þurfti að hætta störfum á Hnoðraholti. Helen leikskólakennari er að aðlagast deildinni og enn er auglýst eftir deildarstjóra sem getur tekið stöðuna meðan María er í fæðingarorlofi. Allir starfsmenn eru að taka höndum saman og halda áfram góðu starfi deildarinnar.

Börnin eru búin að hafa ýmislegt fyrir stafni í vikunni, þau sungu til dæmis Krummi krunkar út í söngsal í morgun og gekk það mjög vel. Hildur Birgitta var kynnir en það er heilmikil æfing fyrir börnin að standa svona fyrir framan barnahópinn og tjá sig. Bæði að syngja fyrir aðra og kynna og æfingin skapar meistarann í þessu eins og svo mörgu.

Mikið er búið að tala um svarta litinn, börnin máluðu litla krumma og voru með í söngatriðinu sínu í salnum.

Á þriðjudaginn var hreyfistund hjá Kötlu og finnst börnunum virkilega gaman í hreyfistundum.

Hljóð vikunnar er J og gaman ef foreldrar aðstoða okkur við að beina athygli barnanna að einhverju sem byrjar á því hljóði heima líka. Hvert hljóð á sitt tákn í Lubbabókinni.

Á bóndadaginn, næstkomandi föstudag, verður svo þorrablótið okkar á Bæjarbóli.

Eitt hlaupabólutilfelli er komið upp á deildinni og mögulega eiga fleiri börn eftir að fá hlaupabóluna. Það er gott að foreldrar láti okkur vita af veikindafjarvistum og hægt að skrá veikindi og leyfi inn í Karellen en þá sjáum við strax að börnin eru ekki að koma þann daginn.

Nú er búið að vera umhleypingasamt veður og gott að taka blauta og skítuga vettlinga með heim og koma aftur með þurra, einnig að hafa vettlinga til skiptanna og hlýja peysu. Endilega munið svo að taka útifatnað og stígvél með heim um helgina og við óskum ykkur góðrar helgar.

© 2016 - 2020 Karellen