news

Vikupóstur 19. mars

19. 03. 2019

Sæl öll

Í síðustu viku vorum við meðal annars að mála bleik hjörtu, líma stafina okkar og syngja stafrófið. Við fórum í vinastundir þar sem við lásum sögu um Blæ bangsa og hvernig hann getur hjálpað okkur ef okkur líður illa, hann er nefnilega svona ,,hjálparbangsi". Við ræddum einnig um að það má ekki rífa af öðrum og æfðum okkur að segja ,,stopp kæri vinur" ef einhver gerir eitthvað sem við viljum ekki. Við munum halda áfram með vinastundir út mánuðinn. Á föstudaginn var gulur dagur og margir mættu í fallega gulum fötum. Við föndruðum gula (páska)unga í tilefni dagsins og lituðum með gulum. Við héldum gult danspartý í fataklefanum og borðuðum gulan banana. Eftir hádegi var svo síðasti danstíminn í bili með Dagnýju danskennara. Við þökkuðum henni kærlega fyrir skemmtilega tíma með hópknúsi, en við munum áfram dansa dansana hennar enda eru þeir mjög vinsælir. Þar má aðallega nefna baby shark dansinn sem slær alltaf í gegn, eins og þið flest öll vitið. Það verður allt tryllt á deildinni þegar það lag er sett í gang ????Við héldum einnig upp á afmælið hennar Vigdísar á föstudag en hún varð 2.ára þá, og afmælið hennar Margrétar Elvu viku áður, en hún varð líka 2.ára. Við óskum þeim aftur innilega til hamingju ❤Við lásum bækur um Soffu sem vildi bara borða sjálf og klæða sig sjálf og Vigdís var bókaormur og kom með Bangsímon bókina um tilfinningar. Börnin höfðu mjög gaman af þeirri bók og voru virkilega dugleg að þekkja tilfinningarnar. Vigdís stóð sig mjög vel að kynna bókina. Við fórum svo í gönguferð í kringum Bæjarból, að útisvæðinu hjá Skátaheimilinu. Þar fórum við í þrautakóng upp á hóla og hæðir, gengum á steinum og drumbum og stoppuðum í laut þar sem við sungum lög. Allir þurftu svo að finna einn stóran stein til að taka með heim á Bæjarból, en við ætlum að búa til óskasteina úr þeim.

Í þessari viku ætlum við í hópastarfi að mála óskasteinana okkar, föndra ís-mynd, fara í könnunarleik og vinastund þar sem lögð er áhersla á að allir fái að vera með, og hvað það er ljótt að skilja útundan. Blær ætlar svo að bjóða okkur í danspartý á föstudaginn, en þá munum við tjútta við vinalögin og bjóða Blæ upp í dans. Við ætlum að lesa Kvöldsögu Bangsímon, skoða og hlusta á hljóðbækur t.d. ,,Höfuð herðar hné og tær" og Harpa Karen er bókaormur vikunnar. Við erum að æfa lagið um Óskasteinana (Fann ég á fjalli fallega steina) og munum flytja það í söngsal í næstu viku. Á miðvikudaginn, 20.mars, förum við í gönguferð upp á Bókasafn Garðabæjar (svo lengi sem veður leyfir). Það fara allir með í þetta skipti og við munum leggja af stað kl. 09:15. Við munum stoppa á safninu í smá stund, hlusta á sögu, lita myndir og skoða okkur um.

Ég vil minna á foreldrakönnunina sem er í gangi, Skólapúlsinn, hvet ykkur til að svara henni ef þið eruð ekki búin að því nú þegar. Það er svo mikilvægt fyrir okkur að fá að heyra hvað ykkur finnst, bæði jákvætt og neikvætt. Ég minni einnig á sumarleyfisblöðin en það þarf að skila þeim í þessum mánuði.

Nú þegar fer að vora þá er oftar rigning og því oft mjög blautt úti. Börnin blotna því oftar í útiveru og þurfa þar af leiðandi meira af aukafötum. Ég bið ykkur að fylgjast vel með aukafataboxinu og bæta í það ef þarf ????Vettlingar sem þola bleytu eru einnig mjög mikilvægir, því það er ennþá kalt þó það rigni.

© 2016 - 2020 Karellen