news

Vikupóstur 14. maí

15. 05. 2019

Í síðustu viku fórum við í yndislega fjöruferð með krökkunum sem heppnaðist ótrúlega vel. Það var svo gaman hjá okkur og allir voru svo duglegir að labba. Við bjuggum til ratleik í kringum ferðina og þurftum á leiðinni að finna alls konar staði (svona eins og í Dóru þáttunum) sem stytti ferðina heilmikið. Það var mikil gleði þegar við komumst á staðinn og fjársjóðurinn fannst í fjörunni. Í fjársjóðspokanum voru rúsínur og kex sem allir voru mjög ánægðir með. Síðan tíndum við skeljar og steina fyrir verkefnið okkar og hoppuðum í sjónum. Við föndruðum síðan falleg listaverk sem hanga frammi á gangi og svo sungum við frumsamda fjörulagið okkar (sem við sömdum saman) í söngsalnum á föstudeginum.

Í þessari viku erum við að skoða dýrin og sveitina þar sem sveitaferðin er á föstudaginn. Við erum að syngja um dýrin, leika með dýrin, föndra dýrin og sveitina, dansa með dýrunum og förum í dýrabingó. Í dag héldum við svo Eurovision partý. Við föndruðum íslenska fána og æfðum okkur að segja ,,áfram Ísland". Við dönsuðum svo við Eurovision lög og skemmtum okkur.

Við erum mjög spennt fyrir ferðinni á föstudaginn og hlökkum til að eyða deginum með börnunum og ykkur. Nánari upplýsingar um brottför og ferðina er að finna á töflunni fyrir utan deildina.

Takk í bili - ÁFRAM ÍSLAND ❤

Heiða

© 2016 - 2021 Karellen