Kæru foreldrar
Í þessari viku tókum við því rólega, skiluðum öllum listaverkum heim og rifjuðum upp góða tíma í vetur með börnunum. Það sem þeim fannst helst standa upp úr voru tónlistarstundirnar, hlaupaleikir, gönguferðir, leiklistin og öll knúsin. Við höfum skemmt okkur konunglega með börnunum í vetur og erum þvílíkt þakklátar fyrir að hafa fengið að kenna svona flottum hópi af krökkum. Þau eru öll svo dugleg og einstök, yndisleg og góðhjörtuð. Í dag er síðasti dagurinn okkar, svo á morgun taka Elísabet Ásta og Margrét við deildinni. Margrét hefur verið með okkur þessa viku svo hún er komin vel inn í starf deildarinnar. Fyrirhugað er að loka Vinaholti um miðjan júní ef allt gengur upp, en þá færast börnin upp í hús. Þeir flutningar verða kynntir betur þegar nær dregur.
Við viljum þakka ykkur foreldrar fyrir einstaklega gott samstarf í vetur og falleg orð í okkar garð, við kunnum virkilega að meta það. Börnin ykkar eru algjörlega frábær og eru alltaf að gera sitt allra besta, og það eru þið líka kæru foreldrar. Ég minni á ,,mottóið" okkar á Vinaholti, við segjum ekki ,,ég kann ekki / ég get ekki" heldur segjum við ,,ég skal reyna!". Þetta mottó hefur gagnast börnunum vel og fengið þau til þess að prófa ýmislegt sem þau annars hefðu kannski ekki gert. Hvet ykkur til að halda þessu mottói gangandi í sumar heima.
Börnin sömdu með okkur lag um Vinaholt nú á dögunum, og ég læt textann af laginu fylgja hér með:
Á Vinaholti er gaman
þar leika allir saman
lærum rosa mikið
og syngjum matarlag
við klippum og litum
og hlaupum líka rosa hratt
við klippum og litum
og hlaupum rosa hratt
Já, við erum Vina holt holt holt holt holt holt
já við erum Vina holt holt holt holt holt
(texti við lagið Við skulum dansa hobbsassa)
Við systur þökkum að lokum fyrir frábæran vetur og vonum innilega að leiðir okkar liggi aftur saman einhvern tímann í framtíðinni.
Takk fyrir okkur og gleðilegt sumar
Heiða & Þóranna