news

Vikupóstur 5. apríl

05. 04. 2019

Sæl verið þið foreldrar á Móholti.

Í þessari viku kláruðum við verkefnin sem voru áætluð fyrir þennan aldurshóp í markvissri málörvun og lesmáli. Í næstu viku og dymbilvikunni ætlum við að gera páskaföndur. Eftir páska gerum við eitthvað annað skemmtilegt og við ætlum að hafa meira af útiverkefnum í vor og sumardagskránni.

Hreyfitímar halda áfram á sama tíma og verið hefur en verða stundum úti þegar veður er gott.

Við erum ekki búnar að ákveða hvað við gerum með vináttuverkefnið sem er í þemastundum hvort það heldur áfram eitthvað fram á vorið eða fer í pásu um páskana.

Ég vil benda ykkur á að 3. maí er opið hús á Bæjarbóli kl. 14:30-16:00 þá er sýning á verkum barnanna og boðið upp á kaffi.

Þann 17. maí er sveitaferð. Farið verður að Miðdal í Kjós við eigum að vera komin þangað kl. 10:00 þannig að það þarf að fara af stað um kl. 9:15 áætlað er að koma til baka um kl. 13:00. Foreldrar eru velkomnir með í ferðina svo endilega takið daginn frá.

Í dag var flæði, við fengum marga gesti og Móholtsbörn fóru víða.

Það eru myndir í viðhengi. Ein er af börnunum ykkar að syngja Guttavísur í söngsal síðastliðinn föstudag og einhverjar úr gönguferð á mánudaginn þegar við fórum að vinatrénu okkar, ein frá morgunmatnum í morgun og ein af borðinu í föndurherberg í flæðinu í dag þegar var verið að vatnslita og blanda nýja liti.

Góða helgi.

Sigurlína

© 2016 - 2020 Karellen