news

Vikupóstur 28. mars

28. 03. 2019

Sæl foreldrar á Móholti.

Á töflunni á Móhoti er skráningarlisti fyrir foreldraviðtöl, endilega skráið ykkur.

Í viðtölunum verður litið á heilsubók barnanna og á TRAS skráninguna sem er gerð fyrir öll börn á Bæjarbóli. TRAS er norskt að uppruna og þaðan kemur skammstöfunin „Tidlig Registrering Av Språk“. Markmiðið með TRAS er að leikskólakennarar noti það til að fylgjast með og fá yfirsýn yfir málþroskaframvindu barna í þeirra umsjá. Síðast en ekki síst spjall um barnið og leikskóladvölina.

Á morgun er leikfangadagur. Börnin muna það örugglega en ég vildi samt láta ykkur vita.

Það er búið að sá fyrir sumarblómum. Í glugganum inni í föndurherbergi eru pappaglös sem hafa verð máluð fagurlega sem bíða eftir að upp úr moldinni í þeim vaxi blóm. Það eru nú sennilega 20 dagar eða svo þar til eitthvað sést en sum börnin eru nú þegar orðin óþólinmóð.

Það fylgja nokkrar myndir: Síðastliðinn föstudag var nógur snjór til að búa til snjókarla og á þriðjudag í þessari viku var snjórinn alveg farinn og tilvalið að hjóla og hjólalestin fór marga hringi í garðinum með mismunandi farþegum og lestarstjórum.

Kveðja.

Sigurlína

© 2016 - 2020 Karellen