news

Vikupóstur 8. mars

08. 03. 2019

Þessa vikuna var í vinnustund unnið með talnaraðir og formin, hringur, þríhyrningur og ferhyrningur.

Í markvissri var bókstafurinn N tekinn fyrir og rím.

Víst kann Lotta að hjóla var í lesmálinu og völdum við hugtökin askja og að rjúka út til að ræða sérstaklega.

Öskudagurinn var mjög vel heppnaður og er það ekki síst Dagnýu danskennara að þakka en hún hélt uppi fjörinu í salnum.

Eins og við má búast þá heyrast mörg gullkorn á Nónholti. Gullkorn vikunnar kom þegar eitt barnið var að lýsa bekkjarfélaga sínum: Hún er svo góð í að vera góð!

© 2016 - 2020 Karellen