news

Vikupóstur 1.mars 2019

01. 03. 2019

Hér á Nónholti er alltaf nóg að gera fyrir utan frjálsa leikinn og útiveruna. Flestir hafa klárað vefinn og útsauminn sinn. Margir eru byrjaðir að gera vinaband og hefur nýyrðið að vinabanda orðið til við það. Í vinnustund höfum við verið að vinna með formin, mynstur, talnalínur og tölustafina sex og sjö. Í lesmálinu höfum við lesið bækurnar Regnbogafiskurinn, Moli litli og Rauða húfan. Við höfum verið að nota bókina Lubbi finnur málbein í markvissri málörvun. Fugl vikunnar er alltaf á sínum stað, haförn og lundi. Eldri börnin eru byrjuð að vinna að útskriftargjöfinni sinni og öll börnin eru að búa til möppur fyrir verkefnin sín.

Góða helgi.

© 2016 - 2020 Karellen