news

Vikupóstur 1. febrúar

01. 02. 2019

Nú hafa veikindi heldur betur herjað á leikskólann og bæði mikið af börnum og starfsfólki veikst undanfarnar tvær vikur. Á Nónholt vantaði 10 börn í dag og fasta starfsfólkið á deildinni einnig veikt.

Í morgun var flæði og þar sem það var dagur stærðfræðinnar voru stærðfræðistöðvar á hverri deild, mjög skemmtilegt og fínt að dreifa börnunum um leikskólann og nýta plássið. Við vorum að prófa býfluguna, en hún er lítið vélmenni í líki býflugu sem hægt er að stýra hvernig hreyfir sig.

Börnin þurfa að átta sig á því hvernig þau stilla hana til að hún fari þangað sem þau vilja.

Börnunum þótti mjög gaman að prófa hana. Einnig gerðum við súlurit yfir fjölda stráka og stelpna á deildinni. Í ljós kom að það er jafnmikið af strákum og stelpum, 12 af hvoru kyni.

Á þriðjudaginn næstkomandi, 5. febrúar er börnunum á deildinni boðið á trúðasýningu hjá leiklistarhópnum í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ, farið verður um 13:30. Daginn eftir á miðvikudeginum 6. febrúar fer svo blái hópurinn í morgunsamveru í Flataskóla og leggja mjög snemma af stað. Við minnum á það deginum á undan en gott að hafa þessa viðburði í huga. Einnig er miðvikudaginn 6. febrúar ömmu og afakaffi í lok dags, á milli kl. 15 og 16.

© 2016 - 2020 Karellen